HM unglinga í Skíðagöngu í dag

Í dag hélt keppni áfram á HM unglinga í skíðagöngu í Lahti í Finnlandi.

Keppni dagsins í WJC flokki var 30 km ganga með hópstarti og hefðbundinni aðferð.
Sigurður Arnar Hannesson var eini íslenski keppandinn í dag og hafnaði hann í 64. sæti af alls 70. keppendum.

Úrslit dagsins má sjá nánar hér.

Á morgun, föstudag, heldur keppnin svo áfram í U23 flokkunum, með keppni í 15 km (kvk) og 30 km (kk) göngu með hópstarti og hefðbundinni aðferð.  Hefst keppnin í kvennaflokki kl. 8:00 og í karlaflokki kl. 10:30 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með stöðunni hér.