HM unglinga í skíðagöngu hélt áfram í dag

Í dag hélt keppni áfram í flokki U23 á HM unglinga í skíðagöngu í Lahti, Finnlandi.

Úrslit úr keppni dagsins, sem var 10 / 15 km ganga með frjálsri aðferð:

Kvennaflokkur U23:
57. sæti - Kristrún Guðnadóttir 

Karlaflokkur U23:
60. sæti - Albert Jónsson
70. sæti - Isak Stianson Pedersen
75. sæti - Dagur Benediktsson

Úrslitin í heild má sjá hér í kvennaflokki og karlaflokki

Á morgun, fimmtudag, keppir svo Sigurður Arnar Hannesson í 30 km hópstarti með klassískri aðferð. 
Öll úrslit ásamt ráslistum má sjá hér.