HM unglinga í alpagreinum lokið

Séð yfir keppnisbakkann í Åre
Séð yfir keppnisbakkann í Åre

Síðasta keppnisgreinin á HM unglinga fór fram fyrr í dag en mótið fer fram í Åre í Svíþjóð. Keppni dagsins var svig drengja og tóku báðir íslensku drengirnir þátt og stóðu sig vel. Aðstæður hafa verið mismunandi í Åre dag frá degi en heilt yfir hafa verið góðar aðstæður. 

Þriðjudagur 14.mars - Svig drengja
32. Jón Gunnar Guðmundsson
36. Björn Ásgeir Guðmundsson

Heildarúrslit má sjá hér.

Þátttöku íslensku keppendana er því lokið og heldur hópurinn heim á morgun. HM unglinga er haldið ár hvert og næsta vetur fer það fram í Davos í Sviss frá 28.janúar til 8.febrúar.