HM unglinga í alpagreinum aflýst

Seint í kvöld tók mótsnefnd HM unglinga í alpagreinum þá ákvörðun að aflýsa öllum keppnum það sem eftir lifir mótsins vegna Covid-19 veirunnar. Skíðasamband Íslands sendi fimm keppendur á mótið, þrjár stúlkur og tvo drengi. Þrjár keppnir áttu eftir að fara fram en það var svig fyrir bæði kyn ásamt stórsvigi drengja. Fyrr í dag fór fram stórsvig stúlkna og var það fyrsta keppni þar sem íslensku keppendurnir tóku þátt. Því miður náði enginn þeirra að ljúka keppni.

Upphaflega átti hópurinn að koma heim á laugardag eftir mótið en vegna aflýsingarinnar kemur hópurinn til Íslands strax á morgun.

Úrslit frá stórsvigi stúlkna í dag má sjá hér.

Á heimasíðu mótsins má sjá tilkynningu um aflýsinguna.