HM í Seefeld - Úrslit úr sprettgöngu

Kristrún Guðnadóttir kemur í mark í dag
Kristrún Guðnadóttir kemur í mark í dag

Fyrr í dag lauk undanrásum í sprettgöngu á HM í skíðagöngu sem fer fram í Seefeld, Austurríki. Fimm íslenskir keppendur voru skráðir til leiks.

Frábært veður hefur verið í Seefeld, glampandi sól, logn og hiti rétt yfir frostmarki.  Mikill mannfjöldi fylgdist með sprettgöngunni í dag og skapaðist mjög góð stemningin á áhorfendapöllunum.  Stór hluti brautarinnar liggur í skugga og því hefur verið krefjandi fyrir smurningsfólkið að græja skíðin rétt enda getur verið mikill munur á snjó sem er í skuggi eða í sólbráð.

Fimmtudagur 21.feb - Sprettganga

Konur
65.sæti - Kristrún Guðnadóttir 144.70 FIS stig

Karlar
75.sæti - Isak Stianson Pedersen 167.45 FIS stig
84.sæti - Dagur Benediktsson 215.01 FIS stig
94.sæti - Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 256.50 FIS stig (bæting á heimslista)
97.sæti - Albert Jónsson 267.30 FIS stig

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun er engin keppni á dagskrá en á laugardag fer fram skiptiganga þar sem konur fara 15 km og karlar 30 km. Skiptigangan virkar þannig að fyrri helmingurinn er farinn með hefðbundinni aðferð og sá seinni með frjálsri. Að svo stöddu liggur ekki endanlega fyrir hvaða íslensku keppendur taka þátt í skiptigöngunni en fimm þeirra hafa keppnisrétt, þó liggur fyrir að Snorri Einarsson hefur keppni á HM í skiptigöngunni.

Við tókum íslensku keppendurna tali eftir mótið í dag: