HM í Seefeld - Úrslit úr skiptigöngu

Snorri Einarsson á fullri ferð í brautinni í dag
Snorri Einarsson á fullri ferð í brautinni í dag

Í dag hélt keppni áfram á HM í skíðagöngu í Seefeld í Austurríki.

Keppni dagsins var skiptiganga 2 x 15 km þar sem fyrstu 15 km eru gengnir með hefðbundinni aðferð og síðustu 15 km með frjálsri aðferð.  Blíðskaparveður var í Seefeld í dag og mikill mannfjöldi sem fylgdist með mótinu og frábær stemning.  Keppnin hófst með hópstarti kl. 11:30, að íslenskum tíma, og lauk nú fyrir stundu.

Ísland átti tvo keppendur í karlaflokki í skiptigöngunni þá Snorra Einarsson og Albert Jónsson og fóru leikar þannig að Snorri Einarsson náði að landa 39. sætinu, á tímanum 1:15:33.6 og hlaut fyrir það 103.40 FIS stig.  Albert Jónsson naði að klára fyrstu 15 km með hefðbundinni aðferð, en varð svo hringaður við skiptinguna og varð því að hætta keppni.  Heimsmeistaratitlinum fagnaði Sjur Roethe frá Noregi, sem kom í mark á tímanum 1:10:21.8

Úrslit dagsins má sjá hér

Á morgun fer fram keppni í liðaspretti, þar sem þeir Snorri Einarsson og Isak Stiansson Pedersen ætluðu að keppa fyri Íslands hönd, en því miður verður ekki af því sökum smávægilegra veikinada og því ákveðið að hvíla þá frekar fram að keppni í 15 km göngu karla, sem fram fer á miðvikudag.  Þar verða einnig meðal keppenda þeir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson.  Næsta keppni íslands á mótinu verður þó á þriðjudag, þegar Kristrún Guðnadóttir keppir í 10 km göngu kvenna.

Við tókum þá Snorra og Albert tali eftir gönguna í dag: