HM í Seefeld - Kristrún í 73.sæti í 10 km

Kristrún Guðnadóttir með rásnúmer 69 á leið í startið í dag
Kristrún Guðnadóttir með rásnúmer 69 á leið í startið í dag

HM í skíðagöngu hélt áfram í dag með keppni í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð hjá konum. Frábært veður var á svæðinu og mikill hiti og gerði það erfitt fyrir í smurningu. Kristrún Guðnadóttir vann sér inn þátttökurétt í öllum aðalkeppnum í lengri vegalengdum með því að vera meðal 10 efstu í undankeppninni. Kristrún ákvað að taka einungis þátt í 10 km keppninni í dag af þeim aðalkeppnum sem í boði voru.

Kristrún átti þokkalega göngu og endaði í 73.sæti. Hún var sjálf var ekki nógu sátt og lenti í smá vandræðum með gripið á tímabili.

Þriðjudagur 26.feb - 10 km C
73.sæti - Kristrún Guðnadóttir 206.70 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram 15 km ganga með hefðbundinni göngu hjá körlum. Þrír íslenskir keppendur verða meðal keppenda en það eru þeir Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Snorri Einarsson. Fjórir íslenskir keppendur í karlaflokki eru með keppnisrétt í aðalkeppnunum og er Isak Stianson Pedersen sá fjórði. Því miður mun Isak ekki taka þátt á morgun en hann hefur verið að glíma smá vægileg veikindi yfir mótið og hefur hann því lokið keppni á HM í Seefeld. Ráslista fyrir morgundaginn má sjá hér. Snorri verður nr. 1, Albert nr. 88 og Dagur nr. 92 af alls 93 keppendum sem eru skráðir til leiks.