HM í Cortina - Sturla Snær lauk ekki fyrri ferð í sviginu og keppni lokið

Í morgun fór fram fyrri ferð í aðalkeppninni í svigi karla á HM í alpagreinum í Cortina á Ítalíu. Um er að ræða síðustu keppnisgreinina á HM í alpagreinum.

Sturla Snær Snorrason var meðal keppenda eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt í gegnum undankeppnina í gær. Hann hóf leik nr. 59 í rásröðinni en náði því miður ekki að ljúka fyrri ferðinni eftir að hafa skíðað vel framan af. Keppni á HM í alpagreinum er því lokið þetta árið.

Úrslit frá öllum mótum á HM í alpagreinum í Cortina má sjá hér.