HM í Cortina - Sturla Snær lauk ekki fyrri ferð

Fyrr í dag fór fram aðalkeppni karla í stórsvigi á HM í Cortina á Ítalíu. Sturla Snær Snorrason var eini íslenski keppandinn sem náði að vinna sér inn keppnisrétt úr undankeppninni í gær.

Sturla Snær hafði rásnúmer 81 af alls 100 keppendum sem náðu inní aðalkeppnina. Því miður náði Sturla Snær ekki að ljúka fyrri ferð eftir að hafa skíðað vel í efst hluta brautarinnar. 

Heildarúrslit úr keppni dagsins má sjá hér.

Á morgun fer fram undankeppni karla í svigi og hefst hún kl. 09:00. Rásnúmer eru eftirfarandi: Sturla Snær Snorrason 7, Bjarki Guðmundsson 53, Georg Fannar Þórðarson 60 og Gauti Guðmundsson 71.

Hjá konunum fer fram aðalkeppni í svigi þar sem allar íslensku konurnar fá þátttökurétt í aðalkeppninni. Rásnúmer eru eftirfarandi: Katla Björg Dagbjartsdóttir 68, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 71, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir 74 og Hjördís Birna Ingvadóttir 77. Fyrri ferð hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Lifandi tímatöku frá báðum mótum má finna hér.