HM í Cortina - Sturla Snær áfram í aðalkeppnina

Sturla Snær eftir keppni dagsins
Sturla Snær eftir keppni dagsins

Undankeppni karla í stórsvigi á HM í Cortina fór fram í dag. Undankeppnin fer þannig fram að 25 efstu að loknum báðum ferðum komast í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.

Fjórir íslenskir karlar voru skráðir og höfðu þeir eftirfarandi rásnúmer: Sturla Snær Snorrason 51, Bjarki Guðmundsson 54, Tobias Hansen 61 og Georg Fannar Þórðarson 74. Alls voru 113 keppendur skráðir til leiks en einungis náðu 78 þeirra að klára báðar ferðir.

Sturla Snær Snorrason stóð sig virkilega vel og endaði í 17.sæti og kemst því áfram í aðalkeppnina á morgun. Fyrir mótið fékk Sturla Snær 64.56 FIS stig sem er góð bæting en á heimslistanum er hann með 84.04 FIS stig. Bjarki náði ekki að ljúka fyrri ferð og þeir Tobias og Georg Fannar náðu ekki að ljúka þeirri síðari.

Heildarúrslit má sjá hér.

Aðalkeppnin í stórsvigi karla fer fram á morgun og hefst keppni kl.09:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.