HM í Åre - Hólmfríður og Freydís áfram eftir fyrri ferðina í stórsvigi

Hólmfríður Dóra, María, Andrea Björk og Freydís Halla
Hólmfríður Dóra, María, Andrea Björk og Freydís Halla

Aðalkeppni í stórsvig kvenna hófst kl. 14:15 að staðartíma, í dag, hér á HM í alpagreinum í Åre í Svíþjóð.

Allir fjórir keppendur Íslands komust beint í aðalkeppnina og freistuðu þess að ná einu af 60 efstu sætunum í fyrri ferðinni og ná þannig sæti seinni ferðinni sem fram fer í kvöld.  Alls voru 98 keppendur sem hófu keppni í dag og náðu 88 keppendur að klára fyrri ferðina.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var með rásnúmer 62 og náði 56. besta tímanum í fyrri ferðinni og tryggði sér þar með sæti í seinni ferðinni.
Freydís Halla Einarsdóttir var með rásnúmer 61 og náði 59. besta tímanum í fyrri ferðinni og tryggði sér þar með einnig sæti í seinni ferðinni.
María Finnbogadóttir var með rásnúmer 73 og náði 67. besta tímanum í fyrri ferðinni og var því sjö sætum frá því að komast í seinni ferðina.
Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 71 og náði 69. besta tímanum í fyrri ferðinni og var því sjö sætum frá því að komast í seinni ferðina.

Staðan eftir fyrri ferð
Ráslisti - seinni ferð

Eftir fyrri ferðina náðum við tali af öllum íslensku keppendunum:

 

 

 

Seinni ferðin hefst svo kl. 17:45 að staðartíma (kl. 16:45 að íslenskum tíma) og verður spennandi að fylgjast með Hólmfríði og Freydísi. Bein útsending er m.a. á SVT og einnig má fylgjast með lifandi tímatöku og stöðu hér