HM í Åre - Hólmfríður í 49. og Freydís í 53. sæti í stórsvigi

Hólmfríður Dóra og Freydís Halla
Hólmfríður Dóra og Freydís Halla

Aðalkeppninni í stórsvigi kvenna á HM í Åre lauk í kvöld þar sem 60 efstu keppendurnir úr fyrri ferðinni öttu kappi. 
Aðstæður voru nokkuð erfiðar, töluverður vindur og brautin heldur farin að grafast undir lokin.

Íslensku keppendurnir, þær Hólmfríður Dóra og Freydís Halla, náðu báðar að bæta stöðu sína frá því í fyrri ferðinni í dag.  

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem var í 56. sæti eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig upp í 49. sætið.
Freydís Halla Einarsdóttir sem var í 59. sæti eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig upp í 53. sætið.

Úrslit mótsins í heild sinni.

Á morgun fer fram aðalkeppni í stórsvigi karla, þar sem Sturla Snær Snorrason verður á meðal keppenda, með rásnúmer 70 af alls 100 keppendum.  

Við tókum þær Hólmfríði og Freydísi tali eftir komuna í mark í kvöld: