HM í Åre - Freydís, María og Andrea allar í topp 40

Aðalkeppninni í svigi kvenna lauk í dag hér á HM í alpagreinum í Åre.  

Þrír íslenskir keppendur náðu að vinna sér inn sæti í seinni ferðinni, sem hófst kl. 13:30 að íslenskum tíma. 
Aðstæður voru sem áður mjög krefjandi og brautin talsvert skorin, en veðrið gott.

Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig frábærlega og náðu allar að koma í mark ofar en þær voru eftir fyrri ferðina:

Freydís Halla Einarsdóttir var með rásnúmer 40, eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig uppí 35. sæti.
Hún vann sig því úr rásnúmeri 57 í fyrri ferðinni upp í 35. sætið í mótinu, eða upp um 22 sæti.

María Finnbogadóttir var með rásnúmer 45 eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig uppí 38. sæti.
María vann sig því úr rásnúmeri 67 í fyrri ferðinni upp í 38. sætið í mótinu, eða upp um 29 sæti.

Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 48 eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig uppí 39. sæti.
Andrea vann sig því úr rásnúmeri 65 í fyrri ferðinni upp í 39. sætið í mótinu, eða upp um 26 sæti.

Sannarlega glæsilegt hjá stelpunum og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var einnig meðal keppanda, en náði ekki að klára fyrri ferðina í dag.

Úrslitin í mótinu

Við tókum þær Freydísi, Maríu og Andreu tali í mótslok: