HM í Åre - Freydís, María og Andrea áfram eftir fyrri ferð í svigi

Aðalkeppni í svigi kvenna hófst í morgun hér á HM í alpagreinum í Åre

Allir fjórir keppendur Íslands voru meðal keppenda og freistuðu þess að ná einu af efstu 60 sætunum til að komast í seinni ferðina síðar í dag.  Aðstæður voru erfiðar, brautin blaut og mjúk og farin að sporast töluvert þegar á leið.

Freydís Halla Einardsóttir var með rásnúmer 57 og náði að koma í mark í 40. sæti eftir fyrri ferðina
María Finnbogadóttir var með rásnúmer 67 og náði að koma í mark í 45. sæti eftir fyrri ferðina.
Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 65 og náði að koma í mark í 48. sæti eftir fyrri ferðina.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði því miður ekki að klára fyrri ferðina í dag.

Staðan eftir fyrri ferðina

Seinni ferðin hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Við tókum alla íslensku keppendurna tali eftir fyrri ferðina: