HM í Åre 2019 - Allt sem þú þarft að vita

Heimsmeistaramót í alpagreinum fer fram í Åre þessa dagana. Átta íslenskir keppendur taka þátt í tæknigreinunum á mótinu. Um er að ræða undankeppnir í svigi og stórsvigi þar sem allir íslensku keppendurnir hafa þátttökurétt í báðum greinum. Úr undankeppninni í báðum greinum hjá báðum kynjum komast 25 efstu áfram að lokinni báðum ferðum. Þessir 25 fá því sæti í aðalkeppni í viðkomandi grein. Ef enginn íslenskur keppandi verður á meðal 25 efstu í undankeppninni er þó ekki öll von úti um að íslenskur keppandi fái þátttökurétt í aðalkeppni. Eftir undankeppnina verður úthlutað 25 auka sætum, eitt sæti á hverju þjóð sem hefur ekki náð inn keppanda í aðalkeppni. Samtals verða því 100 keppendur í aðalkeppninni þar sem 50 bestu í heiminum fara beint inn og þurfa ekki að fara í undankeppni.

Keppnisdagar hjá íslensku keppendunum (tímar miðast við íslenskan tíma):

  • 11. feb - Stórsvig kvenna, undankeppni - kl. 09:00 / 12:00 (Aflýst - Allar konur beint í aðalkeppni)
  • 14. feb - Stórsvig karla, undankeppni - kl. 09:00 / 12:30
  • 14. feb - Stórsvig kvenna, aðalkeppni - kl. 13:15 / 16:45
  • 15. feb - Svig kvenna, undankeppni - kl. 09:00 / 12:00
  • 15. feb - Stórsvig karla, aðalkeppni - kl. 13:15 / 16:45
  • 16. feb - Svig karla, undankeppni - kl. 09:00 / 12:30
  • 16. feb - Svig kvenna, aðalkeppni - kl. 10:00 / 13:30
  • 17. feb - Svig karla, aðalkeppni - kl. 10:00 / 13:30

Hægt verður að fylgjast með útsendingum í sjónvarpi á stöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT.

Keppnisstaðir
Åre - Aðalkeppni í svigi og stórsvigi hjá báðum kynjum.
Duved - Undankeppni í svigi og stórsvigi hjá báðum kynjum.
Hér er hægt að sjá yfirlitsmyndir úr lofti af keppnissvæðum.
Hér er yfirlitsmynd af aðalkeppnum.

Heimasíðu mótsins má finna hér.
Úrslit og lifandi tímatöku frá má finna hér.

Minnum svo á samfélagsmiðlana okkar:
Instragram: skidasamband
Snapchat: skidasamband