HM í alpagreinum - Keppendur valdir

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur til þátttöku á heimsmeistaramótinu í alpagreinum. Mótið fer fram í Åre í Svíþjóð dagana 5.-17.febrúar 2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu.

Allir íslensku keppendurnir munu taka þátt í undankeppnum fyrir svig og stórsvig. Úr undankeppni komast 25 efstu keppendurnir áfram í aðalkeppni.

Keppendur:
Konur
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Freydís Halla Einarsdóttir - Skíðadeild Ármanns
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Skíðadeild Ármanns
María Finnbogadóttir - Skíðadeild Tindastóls

Karlar
Gísli Rafn Guðmundsson - Skíðadeild Ármanns
Kristinn Logi Auðunsson - Skíðadeild ÍR
Sigurður Hauksson - Skíðadeild ÍR
Sturla Snær Snorrason - Skíðadeild Ármanns

Dagskrá móta:
Konur
11.feb - Undankeppni í stórsvigi
14.feb - Aðalkeppni í stórsvigi
15.feb - Undankeppni í svigi
16.feb - Aðalkeppni í svigi

Karlar
14.feb - Undankeppni í stórsvigi
15.feb - Aðalkeppni í stórsvigi
16.feb - Undankeppni í svigi
17.feb - Aðalkeppni í svigi

Starfsfólk á HM:
Jón Viðar Þorvaldsson - Fararstjóri
Fjalar Úlfarsson - Aðalþjálfari
Egill Ingi Jónsson - Þjálfari
Grímur Rúnarsson - Þjálfari
María Magnúsdóttir - Sjúkraþjálfari
Brynja Þorsteinsdóttir - Aðstoð
Sturla Höskuldsson - Aðstoð
Einar Þór Bjarnason - Formaður

Meðan á mótinu stendur verður öflugur fréttaflutningur beint frá Svíþjóð og munum við setja fréttir á heimasíðuna í bland við samfélagsmiðla SKÍ.

Á heimasíðu mótsins er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.