Helga María með sinn besta árangur á ferlinum í risasvigi

Í dag var keppt á alþjóðlegu FIS móti í risasvigi í Hemsedal í Noregi. Landsliðskonan Helga María Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og endaði í 8.sæti eftir að hafa verið 25. besta inní mótið. Fyrir mótið fær Helga María 33.68 FIS punkta sem eru hennar bestu á ferlinum. Fastlega má reikna með að Helga María taki stórt stökk á heimslistanum en hún hefur ekkert keppt í hraðagreinum undanfarin tvö ár sökum meiðsla. 

Andrea Björk Birkisdóttir úr B-landsliðinu í alpagreinum gerði einnig sitt besta mót á ferlinum er hún endaði í 55.sæti og fékk 93.98 FIS punkta. 

Öll úrslit má sjá hér. Keppt verður á sama stað á morgun á öðru risasvigsmóti.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Total Time Diff.  FIS Points
 1  8  426324 MONSEN Marte  2000  NOR   1:10.22     15.69
 2  1  426273 SAETHERENG Hannah  1999  NOR   1:10.64  +0.42  22.15
 3  7  425981 SKJOELD Maren  1993  NOR   1:11.04  +0.82  28.30
 4  13  426257 LIE Kajsa Vickhoff  1998  NOR   1:11.06  +0.84  28.61
 5  6  506584 RAPAPORT Helena  1994  SWE   1:11.09  +0.87  29.07
 6  17  435334 GASIENICA-DANIEL Maryna  1994  POL   1:11.15  +0.93  29.99
 7  10  426187 LYSDAHL Kristin  1996  NOR   1:11.28  +1.06  31.99
 8  25  255367 VILHJALMSDOTTIR Helga Maria  1995  ISL   1:11.39  +1.17  33.68
 9  22  506915 DAHLIN Agnes  1999  SWE   1:11.56  +1.34  36.30
 10  4  506701 HOERNBLAD Lisa  1996  SWE   1:11.62  +1.40  37.22
 55  61  255403 BIRKISDOTTIR Andrea Bjork  1998  ISL   1:15.31  +5.09  93.98
 61  71  255427 FRIDGEIRSDOTTIR Harpa Maria  2000  ISL   1:17.13  +6.91  121.97