Helga María með sín bestu mót í vetur

Í dag kláraðist tveggja daga móta sería í Geilo í Noregi. Báða dagana var keppt í svigi og voru nokkrir íslenskir keppendur sem tóku þátt. Landsliðskonan Helga María Vilhjálmsdóttir endaði báða dagana í 9.sæti og gerði sína bestu FIS punkta í vetur. Fyrir fyrra mótið fékk hún 36.32 FIS punkta og fyrir seinna 35.02 FIS punkta. 

Landsliðsmaður Sturla Snær Snorrason endaði í 20.sæti í fyrra svigmótinu og gerði 31.08 FIS punkta sem er hans þriðji besti árangur í vetur. Í seinna mótinu náði Sturla Snær ekki að klára seinni ferðina.

Einnig voru tveir keppendur úr B-landsliðinu sem tóku þátt á mótunum en það voru þau Andrea Björk Birkisdóttir og Björn Ásgeir Guðmundsson.

Öll úrslit má sjá hér.