Helga María með bronsverðlaun í Oppdal

Helga María til hægri
Helga María til hægri

Keppni hélt áfram í Oppdal í Noregi og í dag var keppt í svigi. Helga María Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í bronsverðlaun. Helga María var jöfn í 4.-6.sæti eftir fyrri ferðina en afbragðs góð seinni ferð skilaði henni bronsinu. Fyrir mótið fær Helga María 38.11 FIS punkta og eru það bestu svig punktarnir hennar í vetur. Á heimlista er Helga María með 34.69 FIS punkta og því að nálgast sitt gamla form eftir að hafa verið allan síðasta vetur frá vegna meiðsla.

Sturla Snær Snorrason og Andrea Björk Birkisdóttir kepptu einnig en náðu ekki að ljúka fyrri ferð. 

Öll úrslit frá Oppdal má sjá hér.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff. FIS Points
 1  14  426236 BEKKESTAD Kristiane  1998  NOR   51.12  47.12  1:38.24     28.07
 2  13  426131 ENGESET Eirin Linnea  1995  NOR   51.58  47.72  1:39.30  +1.06  35.84
 3  9  255367 VILHJALMSDOTTIR Helga Maria  1995  ISL   51.58  48.03  1:39.61  +1.37  38.11
 4  18  405172 BAKKE Bianca  2000  NED   51.48  48.50  1:39.98  +1.74  40.82
 5  8  426304 RESEN Henriette  1999  NOR   52.07  48.38  1:40.45  +2.21  44.27
 6  12  555035 BONDARE Liene  1996  LAT   51.58  49.09  1:40.67  +2.43  45.88
 7  10  426265 SOEFTELAND Helena Hoerte  1998  NOR   52.15  49.17  1:41.32  +3.08  50.64
 8  11  426216 BRAKESTAD Vilde  1997  NOR   52.61  48.80  1:41.41  +3.17  51.30
 9  17  426285 MAARSTOEL Andrine  1999  NOR   52.23  49.87  1:42.10  +3.86  56.36
 10  16  705469 NEMCOVA Klaudia  2000  SVK   52.79  49.40  1:42.19  +3.95  57.02