Helga María frá keppni í vetur

Helga María Vilhjálmsdóttir landsliðskona í alpagreinum verður frá keppni í vetur vegna meiðsla. Í dag kom í ljós að hún er með slitið krossband eftir að hafa fengið högg á hnéið í síðasta móti. Helga mun fljótlega fara í aðgerð og eftir það tekur við endurhæfing í vetur. Þetta er mikið áfall fyrir Helgu enda ein besta skíðakona landsins og ætlaði hún sér stóra hluti í vetur.