Helga María byrjar nýtt ár af krafti

Helga María Vilhjálmsdóttir, til hægri, á ÓL í Sochi 2014
Helga María Vilhjálmsdóttir, til hægri, á ÓL í Sochi 2014

Um helgina keppti Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, á tveimur stórsvigsmótum í Hafjell í Noregi. Um var að ræða tvö alþjóðleg FIS mót sem voru virkilega sterk. Í gær endaði Helga María í 6.sæti og fékk fyrir það 39.34 FIS punkta en á heimslista er hún er með 37.16 FIS punkta og því alveg við sína punktastöðu. Í dag endaði Helga María í 12.sæti og fékk fyrir það 46.01 FIS punkta.

Helga María byrjaði að skíða aftur í nóvember eftir að hafa verið í heilt ár frá vegna meiðsla og er því að byrja mjög vel.

Öll úrslit frá Hafjell má sjá hér.

Hér að neðan má sjá úrslit frá því í gær þar sem Helga endaði í 6.sæti.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff.  FIS Points
 1  10  426193 STJERNESUND Thea Louise  1996  NOR   56.39  55.47  1:51.86     16.82
 2  8  426324 MONSEN Marte  2000  NOR   56.90  55.26  1:52.16  +0.30  19.45
 3  14  426131 ENGESET Eirin Linnea  1995  NOR   56.74  56.08  1:52.82  +0.96  25.23
 4  15  426293 KUFAAS Mariel  1999  NOR   57.75  55.80  1:53.55  +1.69  31.63
 5  13  426265 SOEFTELAND Helena Hoerte  1998  NOR   57.19  57.12  1:54.31  +2.45  38.28
 6  12  255367 VILHJALMSDOTTIR Helga Maria  1995  ISL   58.01  56.42  1:54.43  +2.57  39.34
 7  7  506606 WEDIN Louise  1995  SWE   57.94  56.55  1:54.49  +2.63  39.86
 8  17  426301 HORGEN Catharina Astrup  1999  NOR   57.56  57.32  1:54.88  +3.02  43.28
 9  18  506864 OLSSON Lisa  1998  SWE   58.59  56.69  1:55.28  +3.42  46.78
 10  24  426261 SANDEGGEN Saga  1998  NOR   58.15  57.38  1:55.53  +3.67  48.97