Heimsbikarinn í skíðagöngu hófst í dag - Snorri meðal keppenda

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Heimsbikarmótaröðin í skíðagöngu hófst í dag á nýju tímabili. Um er að ræða sterkustu mótaröð í heimi innan alþjóðaskíðasambandsins FIS. Eins og undanfarin ár hefst mótaröðin í Ruka, Finnlandi, með svo kölluðum "mini-tour". Um er að ræða þrjár keppnir á þremur dögum og telja þær allar saman í lokin. Fyrirkomulagið er þannig að í dag var keppt í sprettgöngu, á morgun í 15 km með hefðbundinni aðferð og að lokum á sunnudaginn í 15 km með frjálsri aðferð og eltigöngustíl. Sá sem kemur fyrstur í mark á sunnudaginn vinnur því "mini-tour" mótaröðina.

Okkar fremsti maður, Snorri Einarsson, er að sjálfsögðu meðal þátttakenda. Eins og flestir vita er sérgrein Snorra lengri vegalengdir en þar sem um þessa litlu mótaröð er að ræða þurftu allir að taka þátt í sprettgöngu dagsins til að geta fengið keppnisrétt um helgina. Í sprettgöngunni var Snorri aðeins frá sínu besta í sprettgöngu en samt fín byrjun á mótaröðinni. Á morgun hefst heimsbikarinn að alvöru hjá okkar manni.

Úrslit dagsins - Föstudagur 29.nóv 2019
87.sæti - Snorri Einarsson

Plan helgarinnar
30.nóv - 15 km C - Hefst kl.10:30 á íslenskum tíma.
- Snorri hefur leik nr. 67 í röðinni og kl.11:03:30 að íslenskum tíma. 
31.nóv - 15 km F - Hefst kl.10:25 á íslenskum tíma.

Öll úrslit má sjá hér.