Heimsbikar í Lillehammer - Keppni hefst á morgun

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Heimsbikarinn í skíðagöngu heldur áfram á morgun og næsti áfangastaður mótaraðarinnar er Lillehammer, Noregi. Lillehammer er sögufrægur staður og hefur mikla skíðasögu, en Vetrarólympíuleikarnir árið 1994 voru haldnir á staðnum.

Um svokallaða "mini tour" helgi er að ræða þar sem þrjár keppnir fara fram á jafn mörgum dögum. Í fyrstu keppni er ræst út eftir heimslista en í næstu tveimur eftir árangri fyrri keppna. Á sunnudeginum fer fram eltiganga en hún virkar þannig að sá keppandi sem hefur náð bestu úrslitunum úr fyrstu tveimur keppnunum ræsir fyrstur. Í kjölfarið ræsa næstu keppendur eftir því hversu langt þeir eru á eftir fyrsta keppanda. Sá keppandi sem kemur fyrstur í mark sigrar því "mini tour" mótaröðina.

Snorri tekur þátt í öllum þremur keppnunum en á morgun verður byrjað á sprettgöngu. Sprettganga er ekki sérgreinin hans Snorra en mikilvægt er að ná hagstæðum úrslitum uppá rásröð í næstu keppni.

Dagskrá helgarinnar í Lillehammer

Föstudagur 30.nóv
Sprettur frjáls aðferð - Hefst kl. 09:30 að staðartíma og kl. 08:30 að íslenskum tíma. Snorri leggur af stað kl. 09:34:30 að íslenskum tíma.
Snorri hefur rásnúmer 98 af alls 110 keppendum sem eru skráðir á ráslista. Heildarráslista má sjá hér.

Laugardagur 1.des
15 km frjáls aðferð - Hefst kl. 12:15 að staðartíma og kl. 11:15 að íslenskum tíma.

Sunnudagur 2.des
15 km eltiganga, hefðbundin aðferð - Hefst kl. 11:45 að staðartíma og kl. 10:45 að íslenskum tíma.

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit hér.

Heimasíðu mótshaldara má svo finna hér. Þar má finna ýmsar upplýsingar um öll mót helgarinnar.