Heildarstig Íslandsgöngunnar

Keppendur að gera sig klára á ráslínu Hermannsgöngunnar 2019
Keppendur að gera sig klára á ráslínu Hermannsgöngunnar 2019

Fyrr í mánuðinum hófst Íslandsgöngumótaröðin með Hermannsgöngunni í Hlíðarfjalli. Framkvæmd göngunnar gekk vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Úrslit göngunnar ásamt stigum í heildarstigakeppni Íslandsgöngunnar má sjá hér.

Íslandsgöngurnar eru sex talsins og safna fyrstu 20 keppendurnir í hverjum flokki stigum úr hverri keppni. Að lokinni Fossavatnsgöngunni, sem er síðasta keppni vetrarins, eru veitt verðlaun fyrir flest stig í hverjum flokki.

Dagskrá Íslandsgöngunnar er eftirfarandi:

  • 9. - 10. febrúar - Fjarðagangan - Ólafsfjörður - nánar hér.
  • 23.-24. febrúar - Strandagangan - Hólmavík - nánar hér.
  • 30.-31. mars - Bláfjallagangan - Reykjavík - nánar hér.
  • 13.-14. apríl - Orkugangan - Húsavík - nánar hér.
  • 2.-4. maí - Fossavatnsgangan - Ísafjörður - nánar hér.

Nánari upplýsingar um Íslandsgönguna má finna hér.