Fyrstu mót vetrarins hjá landsliðinu í skíðagöngu um helgina

Landsliðið eftir æfingu í dag
Landsliðið eftir æfingu í dag

Undanfarna daga hefur landsliðið í skíðagöngu verið við æfingar í Muonio í Finnlandi. Fínar aðstæður eru á staðnum og hafa æfingar gengið vel. Hópurinn tekur þátt í þriggja daga mótaröð sem hefst á morgun á sama stað.

Föstudagur 9.nóv
Sprettganga, hefðbundin aðferð 1,4 km

Keppnin hefst kl. 10:00 að staðartíma sem er kl. 08:00 að íslenskum tíma. Byrjað er á tímatöku og fara 30 bestu áfram í útsláttarkeppni þar sem keppt verður í sex keppenda hópum. Þeir keppendur sem fara alla leið í úrslit taka þrjá spretti auk tímatöku.

Ráslisti fyrir sprettgöngu
22. Kristrún Guðnadóttir (B landslið)

25. Isak Stianson Pedersen (A landslið)
33. Snorri Einarsson (A landslið)
41. Dagur Benediktsson (B landslið)
51. Albert Jónsson (B landslið)

Einnig keppir einn annar íslenskur keppandi en það hann Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson og ræsir hann nr. 63.

Sterkir keppendur eru skráðir til leiks og þar má helst nefna Natalia Neppryaeva í kvennaflokki en er í 4.sæti heimslistans í sprettugöngu og í karlaflokki er Alexander Bolshunov og er hann í 5.sæti heimslistans í sömu grein.

Laugardagur 10.nóv

Hefðbundin aðferð 5/10 km

Sunnudagur 11.nóv
Frjáls aðferð 10/15 km 

Hér má sjá lifandi tímatöku frá öllum keppnisdögum.
Hér
má sjá upplýsingar um mótið á heimasíðu FIS.
Hér má sjá upplýsingar frá mótshaldara.

Við setjum inn upplýsingar um leið og opinber úrslit liggja fyrir.