Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu

Um helgina fór fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu fram í Bláfjöllum, skíðagöngufélagið Ullur sá um framkvæmd mótsins. Keppt var í flokkum 13-14 ára, 15-16 ára og fullorðinsflokki. Aðstæður voru góðar í brautinni, -12°C og bjart. Keppni hófst á föstudagskvöldi með 1 km sprettgöngu, á laugardag var keppt með frjálsri aðferð og á sunnudag með hefðbundinni aðferð. 

Úrslit í sprettgöngu má sjá hér.
Úrslit frá laugardegi og sunnudegi má sjá hér.
FIS úrslit hér.

Staða í bikarkeppni allra flokka má sjá hér.