Fundur alþjóðlegra eftirlitsmanna í alpagreinum

Frá fundinum
Frá fundinum

Um liðna helgi fór fram árlegur fundur alþjóðlegra FIS eftirlitsmanna í alpagreinum. Um er að ræða árlegan fund fyrir eftirlitsmenn á norðurlöndunum og átti fundurinn að fara fram á Íslandi en vegna heimsfaraldursins var hann rafrænn í fyrsta sinn. Fundurinn gekk vel í alla staði en ljóst er að komandi vetur verður áskorun fyrir alþjóðlegt mótahald vegna sóttvarnarreglna, lokun landamæra o.s.frv.

SKÍ á tvo alþjóðlega FIS eftirlitsmenn í alpagreinum en það eru þeir Einar Þór Bjarnason og Smári Kristinsson.