Fundir með aðildarfélögum SKÍ

Frá fundi á Akureyri
Frá fundi á Akureyri

Undanfarna daga hefur stjórn Skíðasambands Íslands auk starfsmanna farið hring í kringum landið og hitt aðildarfélög SKÍ. Markmiðið með fundunum er að fara yfir starfsemi og áherslur SKÍ ásamt því að heyra hvað aðildarfélögin hafa að segja, bæði um starfsemi sína og SKÍ. Samskonar fundir hafa verið á dagskrá stjórnar undanfarin þrjú ár og hafa reynst vel. Eru þetta meiri umræðufundir heldur en árlegir vor- og haustfundir.

Haldnir voru fjórir fundir á Egilsstöðum (26.sept), Akureyri (27.sept), Reykjavík (30.sept) og Ísafirði (1.okt) en 24 einstaklingar mættu frá 13 aðildarfélögum.