Freydís sigrar á FIS móti í Bandaríkjunum

Ekkert lát virðist vera á velgengni Freydísar Höllu í Bandaríkjunum. Í kvöld sigraði hún alþjóðlegt FIS mót sem fór fram í Gore Mountain í New York fylki. Keppt var í stórsvigi og var Freydís Halla með næst besta tímann í báðum ferðum og samanlagt dugði það til sigurs. Hún var 73/100 á undan Rachel Nawrocki frá Bandaríkjunum og 1.94 sek á undan hinni kanadísku Brianna Trudeau. Það má því með sanni segja að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Freydís átti glæsilega seinni ferð. 

Fyrir mótið fær Freydís 37.27 FIS punkta sem eru hennar bestu punktar á ferlinum í stórsvigi og góð bæting á heimslista en þar er hún með 45.86 FIS punkta. 

Heildirúrslit úr mótinu má sjá hér en helstu úrslit eru hér að neðan.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff. FIS Points
 1  7  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   1:13.55  1:09.76  2:23.31     37.27
 2  10  6535771 NAWROCKI Rachel  1997  USA   1:13.51  1:10.53  2:24.04  +0.73  42.26
 3  11  6536438 TRUDEAU Brianna  2000  USA   1:15.02  1:10.23  2:25.25  +1.94  50.54
 4  3  107282 FARROW Katie  1993  CAN   1:14.36  1:11.09  2:25.45  +2.14  51.90
 5  12  175041 LEMGART Charlotte Techen  1993  DEN   1:14.37  1:11.14  2:25.51  +2.20  52.31
 6  5  107610 FRIGON Genevieve  1996  CAN   1:15.28  1:10.79  2:26.07  +2.76  56.14
 7  4  107854 METZGER Camryn  1999  CAN   1:16.37  1:09.79  2:26.16  +2.85  56.76
 8  6  506523 WEDSJOE Lisa  1994  SWE   1:16.82  1:09.46  2:26.28  +2.97  57.58
 9  35  6536176 WILSON Mckenna  1999  USA   1:15.13  1:11.24  2:26.37  +3.06  58.20
 10  29  6536377 LEVEY Nadine  2000  USA   1:15.01  1:11.70  2:26.71  +3.40  60.52