Freydís og Sturla halda áfram að ná góðum árangri

Freydís Halla og Sturla Snær
Freydís Halla og Sturla Snær

Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason héldu áfram að ná flottum árangri í FIS mótum erlendis um helgina.

Freydís Halla keppti á FIS móti í Okemo í Vermont fylki í Bandaríkjunum á laugardag og náði þar 5. sæti af 104 keppendum og hlaut fyrir það 38.11 FIS stig.  Úrslitin úr mótinu má sjá hér.

Sturla keppti á FIS móti í Sudelfed í Þýskalandi á sunnudag og náði þar 7. sæti af 74 keppendum og hlaut fyrir það 38.13 FIS stig.
Úrslitin úr mótinu má sjá hér.