Freydís með sín bestu úrslit á ferlinum

Í kvöld keppti Freydís Halla Einarsdóttir, A landsliðskona í alpagreinum, á háskólamóti sem fram fór á Whiteface skíðasvæðinu í New York fylki í Bandaríkjunum. Keppt var í svigi og má með sanni segja að Freydís hafi gert frábært mót, en hún endaði í 3.sæti ásamt því að gera sína bestu FIS punkta á ferlinum. Fyrir mótið fékk hún 22.89 FIS punkta en á heimslista er Freydís með 23.91 FIS punkta og því um örlitla bætingu að ræða. Mótið var sterkt og var Freydís einungis 68/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum Paulu Moltzan sem hefur verið í heimsbikarliði Bandaríkjamanna í svigi undanfarin ár.

Í gær keppti Freydís á sama stað í stórsvigi en náði ekki að ljúka fyrri ferð.

Að neðan má sjá tíu efstu í mótinu í kvöld en hér má sjá heildarúrslit. 

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total TimeDiff.FIS Points
 1  9  539909 MOLTZAN Paula  1994  USA   50.77  48.76  1:39.53     17.97
 2  4  107620 DLOUHY Alexa  1996  CAN   50.49  49.33  1:39.82  +0.29  20.07
 3  3  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   51.08  49.13  1:40.21  +0.68  22.89
 4  5  107415 MOORE Kelly  1994  CAN   50.56  49.96  1:40.52  +0.99  25.13
 5  22  107521 CURRIE MEG  1995  CAN   51.54  49.01  1:40.55  +1.02  25.35
 6  2  539944 HASKELL Mardene  1994  USA   51.65  49.23  1:40.88  +1.35  27.74
 7  10  107522 DENIS Darquise  1995  CAN   51.53  49.88  1:41.41  +1.88  31.57
 8  33  107682 CURRIE Stephanie  1997  CAN   51.96  49.74  1:41.70  +2.17  33.67
 9  1  6535193 HUNSAKER Hannah  1995  USA   50.65  51.21  1:41.86  +2.33  34.83
 10  13  107610 FRIGON Genevieve  1996  CAN   52.67  49.29  1:41.96  +2.43  35.55