Freydís í 6.sæti í Norður Ameríku álfukeppni

Freydís Halla Einarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari árið 2016
Freydís Halla Einarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari árið 2016

Seinni partinn í dag keppti Freydís Halla Einarsdóttir á svigmóti í Burke Mountain í Bandaríkjunum en mótið er hluti af Norður Ameríku álfukeppninni (NAC) sem er sú sterkasta í Bandaríkjunum. Freydís hóf leik númer 21 en eftir fyrri ferðina var hún í 12.sæti. Í seinni ferðinni skíðaði Freydís gríðarlega vel og var með þriðja besta tímann og endaði að lokum í 6.sæti. Fyrir árangurinn fær Freydís 42.99 FIS stig sem eru aðeins frá hennar punktastöðu á heimslista. Að loknu tímabilinu er krýndur stigameistari í hverri grein í öllum álfukeppnum og fyrir þetta mót fékk Freydís 40 NAC svig stig. Eftir mótið er Freydís í 17.sæti á stigalistanum í svigi í Norður Ameríku álfukeppninni.

Þrátt fyrir að einungis sé 5.janúar í dag var þetta fjórða mótið hennar Freydísar á árinu 2017. Um var að ræða fjögurra móta mótaröð í Burke Mountain þar sem keppt var í tveimur stórsvigum 2.-3.janúar og tveimur svigum 4.-5.janúar. Freydís náði ekki að komast í seinni ferð í fyrra stórsviginu en einungis 60 bestu að henni lokinni komust í seinni ferðina. Í seinna stórsviginu endaði hún 39.sæti og í fyrra svigmótinu náði hún ekki að ljúka fyrri ferð. En eins og áður segir endaði hún svo í 6.sæti í svigmóti dagsins.

Öll úrslit frá mótunum má sjá hér.

Rank Bib FIS Code   NameYear Nation Run 1  Run 2  Total Time Diff.  FIS Points NAC Points
 1  6  107798 NULLMEYER Ali  1998  CAN   54.50  55.16  1:49.66     6.09  100.00
 2  7  6535773 O BRIEN Nina  1997  USA   54.41  56.28  1:50.69  +1.03  12.85  80.00
 3  13  538855 FORD Julia  1990  USA   54.97  57.55  1:52.52  +2.86  24.87  60.00
 4  9  426153 NORBYE Tuva  1996  NOR   55.03  57.73  1:52.76  +3.10  26.44  50.00
 5  8  385092 KOMSIC Andrea  1996  CRO   56.10  58.81  1:54.91  +5.25  40.56  45.00
 6  21  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   57.76  57.52  1:55.28  +5.62  42.99  40.00
 7  23  107415 MOORE Kelly  1994  CAN   56.72  58.60  1:55.32  +5.66  43.25  36.00
 8  56  6535907 ENGLISH Francesca  1997  USA   58.17  58.59  1:56.76  +7.10  52.71  32.00
 9  45  6535363 CHENOWETH Kelsey  1995  USA   57.48  59.46  1:56.94  +7.28  53.89  29.00
 10  57  107648 BURGESS Georgia  1997  CAN   59.07  59.51  1:58.58  +8.92  64.66  0.00