Freydís í 2.sæti í dag og mikil bæting!

Freydís Halla á Skíðamóti Íslands 2015
Freydís Halla á Skíðamóti Íslands 2015

Freydís Halla keppti í dag á seinna svigmótinu í Sunday River í Maine-fylki. Freydís endaði í 2.sæti eftir að hafa háð mikla baráttu við Mardene Haskell sem sigraði mótið. Eftir fyrri ferðina var Freydís önnur einungis 14/100 á eftir Haskell, en í seinni ferðinni var hún með besta tímann en það dugði ekki til og endaði hún 13/100 á eftir Haskell. 

Fyrir mótið fær Freydís 32.12 FIS punkta sem eru betri punktar en í gær þegar hún sigraði og því hennar bestu á ferlinum. Á næsta heimslista mun hún taka stórt stökk en reikna má að hún fari úr 500.sæti niður í um 300.sæti. 

Hér að neðan eru úrslit frá tvíu efstu konunum, en heildar úrslit má sjá hér

Rank  Bib   FIS code Name Year Nation   Run 1   Run 2    Total        Diff.        FIS points   
 1  1  539944 HASKELL Mardene  1994  USA   37.54  37.63  1:15.17     30.87
 2  6  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   37.68  37.62  1:15.30  +0.13  32.12
 3  7  539700 WHISTLER Paige  1993  USA   38.59  39.02  1:17.61  +2.44  54.24
 4  14  6535762 LORD Madison  1997  USA   39.05  39.69  1:18.74  +3.57  65.06
 5  8  6535363 CHENOWETH Kelsey  1995  USA   40.33  38.54  1:18.87  +3.70  66.31
 6  5  6535456 JOHNSON Hannah  1996  USA   39.69  39.78  1:19.47  +4.30  72.06
 7  12  6535967 GRANT Kelsie  1998  USA   40.28  39.80  1:20.08  +4.91  77.90
 8  10  6535771 NAWROCKI Rachel  1997  USA   40.31  39.82  1:20.13  +4.96  78.38
 9  22  6536086 BOUCHARD Elise  1998  USA   40.23  39.93  1:20.16  +4.99  78.67
 10  3  45333 WOOD Sophie  1995  AUS   40.04  40.51  1:20.55  +5.38  82.40