Freydís í 11.sæti í NA-bikar

Nú í kvöld fór fram svigmót í Vail sem er hluti af Norður Ameríku bikar en það er sterkasta FIS mótaröðin í Norður Ameríku. Freydís Halla Einarsdóttir endaði í 11.sæti á mótinu og fær Freydís 24 stig fyrir mótið en þetta er hennar besti árangur í Norður Ameríku bikar. Fyrir mótið fær hún einnig 36.54 FIS punkta sem er nokkuð frá hennar besta árangri. María Guðmundsdóttir keppti einnig á mótinu en gerði ógilda seinni ferð og var dæmd úr leik. 

Í gær kepptu þær báðar einnig í Norður Ameríku bikar í stórsvigi á saman stað. Þar endaði María í 38.sæti og Freydís Halla í 46.sæti. 

Heildarúrslit úr má sjá hér

Á morgun fer fram annað svigmót á sama stað.