Freydís Halla sigraði á FIS móti í Bandaríkjunum!

Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, keppti á sínu fyrsta móti í dag og gerði sér lítið fyrir og vann það. Freydís hóf nám við Plymouth State háskóla í Bandaríkjunum í haust og keppir þar fyrir skíðalið skólans. Mótið fór fram í Sunday River sem er í Maine fylki í Bandaríkjunum en keppt var í svigi. 

Freydís gerði 36.23 FIS punkta og eru það hennar bestu punktar á ferlinum en hún er með 45.91 FIS punkta á heimslista. Freydís var með besta tímann í báðum ferðum og vann með 0.98 sek mun en stelpurnar í sætum tvö til fimm eru allar framar en Freydís á heimslista. 

Á morgun fer fram annað svigmót á sama stað og mun Freydís einnig taka þátt á því. 

Hér má sjá úrslit efstu tíu úr mótinu en öll úrslit má nálgast hér

Rank  Bib  FIS code   Name Year Nation   Run 1  Run 2  Total        Diff.       FIS points
 1  8  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   39.73  39.25  1:18.98     36.23
 2  3  107227 TESCHNER Randa  1992  CAN   40.45  39.51  1:19.96  +0.98  45.16
 3  13  6535363 CHENOWETH Kelsey  1995  USA   40.36  40.05  1:20.41  +1.43  49.27
 4  12  539700 WHISTLER Paige  1993  USA   41.58  40.21  1:21.79  +2.81  61.85
 5  11  6535491 RYDER Sierra  1996  USA   42.40  40.07  1:22.47  +3.49  68.05
 6  10  6535176 DORVAL HALL Ella  1995  USA   41.55  41.09  1:22.64  +3.66  69.60
 7  1  6535456 JOHNSON Hannah  1996  USA   41.82  41.26  1:23.08  +4.10  73.61
 8  5  539986 ENDERS Destrey  1994  USA   41.37  42.02  1:23.39  +4.41  76.43
 9  21  6536086 BOUCHARD Elise  1998  USA   42.38  41.68  1:24.06  +5.08  82.54
 10  14  6535771 NAWROCKI Rachel  1997  USA   43.15  41.03  1:24.18  +5.20  83.63