Freydís Halla með góða bætingu í stórsvigi

Í kvöld keppti Freydís Halla Einarsdóttir á FIS háskólamóti í stórsvigi sem fram fór í Dartmouth Skiway sem er í New Hampshire fylki í Bandaríkjunum. Freydís Halla endaði í 11.sæti og fékk fyrir það 35.81 FIS punkta sem eru hennar bestu stórsvigspunktar á ferlinum. Í upphafi vetrar var Freydís með 45.86 FIS punkta á heimslista og búin að eiga nokkur góð úrslit í stórsvigi á þessum vetri. Með þessum úrslitum má reikna með að hún verði búin að lækka sig um tæplega 200 sæti á heimslista frá því í upphafi vetrar. 

Á morgun keppir Freydís Halla í svigi á sama stað og fer svo í kjölfarið beint til Sviss og tekur þátt í heimsmeistaramótinu. 

Úrslit úr mótinu má sjá hér.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total Time Diff.  FIS Points
 1  7  539678 PETERSON Foreste  1993  USA   1:05.88  1:01.63  2:07.51     13.06
 2  8  539909 MOLTZAN Paula  1994  USA   1:07.00  1:01.12  2:08.12  +0.61  17.75
 3  5  107518 BARTLETT Caroline  1995  CAN   1:06.11  1:02.63  2:08.74  +1.23  22.51
 4  3  107682 CURRIE Stephanie  1997  CAN   1:06.36  1:03.05  2:09.41  +1.90  27.66
 5  10  6535193 HUNSAKER Hannah  1995  USA   1:06.75  1:02.77  2:09.52  +2.01  28.51
 6  4  426230 WILLASSEN Anna  1997  NOR   1:06.99  1:02.83  2:09.82  +2.31  30.81
 7  6  539944 HASKELL Mardene  1994  USA   1:07.02  1:03.06  2:10.08  +2.57  32.81
 8  16  107427 ST-GERMAIN Laurence  1994  CAN   1:07.28  1:03.09  2:10.37  +2.86  35.04
 9  15  107620 DLOUHY Alexa  1996  CAN   1:07.46  1:02.98  2:10.44  +2.93  35.58
 10  18  426068 GRAESDAL Mille  1994  NOR   1:07.76  1:02.70  2:10.46  +2.95  35.73
 11  12  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   1:07.46  1:03.01  2:10.47  +2.96  35.81