Freydís Halla með besta mótið sitt

Í gærkvöldi fór fram háskólamóti í Berkshire í Massachusets fylki og var Freydís þátttakandi þar. Hún gerði sér lítið fyrir og náði í sína bestu svig punkta á ferlinum en hún endaði í 5.sæti í mótinu. Eftir fyrri ferðina var Freydís í 6.sæti en náði næst besta tímanum í seinni ferðinni og það skilaði henni í 5.sætið. Fyrir mótið fékk hún 24.57 FIS punkta sem er hennar langtum besta FIS mót í svigi á ferlinum. Í dag er í Freydís númer 332 á heimslistanum í svigi en með þessu móti fer hún væntanlega upp um ca. 50-60 sæti. Frábær árangur hjá Freydísi og hún heldur áfram að standa sig vel í Bandaríkjunum. Sigurvegarinn í mótinu var Paula Moltzan en hún er í bandaríska landsliðinu og er númer 31 á heimslistanum í svigi. Úrslit frá mótinu má sjá hér.

Rank Bib  FIS Code  Name                             Year  Nation  Run 1 Run 2 Total Time Diff.  FIS Points  
 1  16  539909 MOLTZAN Paula  1994  USA   57.20  57.45  1:54.65     9.00
 2  13  107427 ST-GERMAIN Laurence  1994  CAN   56.47  59.26  1:55.73  +1.08  15.78
 3  5  107415 MOORE Kelly  1994  CAN   57.84  59.11  1:56.95  +2.30  23.44
 4  3  107620 DLOUHY Alexa  1996  CAN   57.83  59.19  1:57.02  +2.37  23.88
 5  7  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   58.55  58.58  1:57.13  +2.48  24.57
 6  1  539944 HASKELL Mardene  1994  USA   58.59  58.83  1:57.42  +2.77  26.40
 7  2  539678 PETERSON Foreste  1993  USA   58.97  59.00  1:57.97  +3.32  29.85
 8  6  107227 TESCHNER Randa  1992  CAN   58.21  59.99  1:58.20  +3.55  31.29
 9  12  107610 FRIGON Genevieve  1996  CAN   1:00.09  59.31  1:59.40  +4.75  38.83
 10  4  6535193 HUNSAKER Hannah  1995  USA   59.35  1:00.25  1:59.60  +4.95  40.09