Freydís Halla í 6.sæti á sterku háskólamóti

Í gærkvöldi keppti Freydís Halla Einarsdóttir á svigmóti á Cannon skíðasvæðinu í Vermont fylki í Bandaríkjunum. Mótið var hluti af háskólamótaröðinni í Bandaríkjunum og var mjög sterkt. Freydís Halla endaði í 6.sæti og fékk 26.65 FIS punkta sem er hennar fjórði besti árangur á ferlinum. 

Í fyrradag keppti Freydís Halla á sama stað í stórsvigi. Hún endaði í 12.sæti og fékk 43.07 FIS punkta. Það eru hennar næst bestu FIS punktar á ferlinum í stórsvigi og kemur hún til með að lækka vel á næsta heimslista í stórsvigi.

Hér má sjá öll úrslit frá mótunum í Cannon en að neðan er hægt að sjá 10 efstu úr svigmótinu.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Run 1 Run 2 Total TimeDiff. FIS Points
 1  8  107427 ST-GERMAIN Laurence  1994  CAN   55.28  1:04.57  1:59.85     14.88
 2  3  107620 DLOUHY Alexa  1996  CAN   55.30  1:04.68  1:59.98  +0.13  15.66
 3  7  539909 MOLTZAN Paula  1994  USA   55.14  1:05.08  2:00.22  +0.37  17.10
 4  31  538855 FORD Julia  1990  USA   56.55  1:04.53  2:01.08  +1.23  22.27
 5  14  539678 PETERSON Foreste  1993  USA   56.21  1:05.05  2:01.26  +1.41  23.35
 6  1  255357 EINARSDOTTIR Freydis Halla  1994  ISL   56.26  1:05.55  2:01.81  +1.96  26.65
 7  9  107610 FRIGON Genevieve  1996  CAN   56.45  1:05.56  2:02.01  +2.16  27.86
 8  2  539944 HASKELL Mardene  1994  USA   56.94  1:05.58  2:02.52  +2.67  30.92
 9  15  107521 CURRIE MEG  1995  CAN   56.55  1:06.26  2:02.81  +2.96  32.66
 10  6  107522 DENIS Darquise  1995  CAN   57.37  1:05.77  2:03.14  +3.29  34.64