Freydís Halla í 12.sæti í Bandaríkjunum

Freydís Halla Einarsdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir

Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, keppti á sínum fyrstu mótum í vetur um helgina. Mótin fóru fram á Sunday River skíðasvæðinu og endaði Freydís Halla í 12.sæti á báðum svigmótum sem þar fóru fram.

Í Trysil var svo keppt á síðasti móti helgarinnar og var Katla Björg Dagbjartsdóttir sú eina sem náði að ljúka keppni þegar hún endaði í 22.sæti.

Sunday River Resort, Bandaríkin
8.des - Svig
12.sæti Freydís Halla Einarsdóttir

9.des - Svig
12.sæti Freydís Halla Einarsdóttir

Hér má sjá öll úrslit frá Sunday River.

Trysil, Noregur
9.des - Svig
22.sæti Katla Björg Dagbjartsdóttir

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Gísli Rafn Guðmundsson luku ekki keppni.

Hér má sjá öll úrslit frá Trysil.

Mittersill, Austurríki
8.des - Svig
Sturla Snær Snorrason náði ekki að ljúka keppni.

9.des - Svig (aflýst vegna veðurs)

Hér má sjá öll úrslit frá Mittersill.