Fréttir af skíðagöngu landsliðum

Drengirnir í U-21 hópnum á æfingu í dag
Drengirnir í U-21 hópnum á æfingu í dag

Það verður nóg um að vera hjá skíðagöngufólkinu okkar á næstunni. A-landsliðið mun æfa og keppa í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á næstunni. Brynjar Leó Kristinsson tekur þátt á móti í Idre (SWE) 4.-6.des en þar mun hann keppa í öllum greinum, sprettgöngu, 20km göngu með frjálsri aðferð og 3km göngu með hefðbundinni aðferð. Sævar Birgisson verður við æfingar í Noregi í byrjun desember en færir sig svo til Finnlands og tekur þátt í Scandinavian Cup sem fer fram í Vuokatti 11.-13.des, þar mun hann keppa í öllum greinum, sprettgöngu, 15km göngu og með frjálsri aðferð og 15km göngu með hefðbundinni aðferð. 

U-21 hópurinn í skíðagöngu er um þessar mundir í Noregi í æfinga- og keppnisferð. Albert, Dagur og Sigurður fóru ásamt Kristjáni Haukssyni, fararstjóra, til Noregs í gær. Þeir munu taka þátt á mótum í Gålå (NOR) um helgina og svo í Idre (SWE) um aðra helgi. Á milli móta mun hópurinn æfa í Idre, en þar eru komnar flottar aðstæður. Jónína er eina stúlkan í hópnum og er búsett í Svíþjóð, hún mun hitta hópinn í Idre og keppa á mótunum þar. 

U-21 hópur 2015/2016:
Albert Jónsson
Dagur Benediktsson 
Jónína Kristjánsdóttir 
Sigurður Arnar Hannesson

Við verðum með frekari fréttir af liðunum á næstu dögum og munum segja frá öllum úrslitum.

Hér má finna upplýsingar um mótið í Gålå.
Hér má finna upplýsingar um mótið í Idre. 
Hér má finna upplýsingar um mótið í Vuokatti. 

Þess má til gaman geta að U-21 hópurinn er með snapchat aðgang sambandsins í ferðinni, endilega að fylgjast með þeima þar. Snapchat: skidasamband