Frábæru þjálfaranámskeiði í skíðagöngu lauk um helgina

Um síðustu helgi fór fram þjálfaranámskeið í skíðagöngu í Bláfjöllum. Aðstæður í Bláfjöllum voru virkilega góðar og fór námskeiðið vel fram í alla staði.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Kari Morkved Sylten frá Noregi og Ólafur H. Björnsson. Alls voru 14 þátttakendur sem komu frá Reykjavík, Ísafirði og Akureyri.