Frábær dagur hjá Snorra - 27.sæti í eltigöngu

Dag Elvevold smurningsmaður og Snorri Einarsson í Ruka
Dag Elvevold smurningsmaður og Snorri Einarsson í Ruka

Í dag lauk heimsbikarhelginni í Ruka með keppni í 15 km eltigöngu með frjálsri aðferð. Eltiganga er þannig að ræst var út í dag eftir samanlögðum árangri úr fyrstu tveimur keppnunum. Þannig að sá keppandi með besta árangurinn fór fyrstur af stað, með forskot og svo koll af kolli fóru næstu keppendur af stað og sá sem klárar fyrstur í mark sigrar. Snorri Einarsson var með 29. besta árangurinn eftir fyrstu tvo keppnisdagana og lagði því af stað 29. í rásröðinni. Keppnin var virkilega spennandi og að lokum hafnaði Snorri í 27.sæti og náði því að vinna sig upp um tvö sæti.

Þrátt fyrir að keppni dagsins hafi verið eltiganga eru í raun tvö úrslit fyrir daginn. Annars vegar fyrir eltigönguna þar sem Snorri endaði 27. og hins vegar fyrir keppni í 15 km göngu með frjálsri aðferð (ekkert forskot) og þar endaði Snorri í 37.sæti.

Eftir mót helgarinnar er Snorri kominn með 17 heimsbikarstig, níu stig fyrir gönguna í gær og átta stig fyrir eltigönguna í dag. Er hann sem stendur í 34.sæti í heildarstigakeppninni og í 31.sæti í keppni í lengri vegalengdum.

Um næstu helgi mun Snorri keppa á heimsbikarmóti í Lillehammer í Noregi. Á laugardeginum verður keppt í sprettgöngu og á sunnudeginum í 30 km skiptigöngu.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í eltigöngunni. Næst aftast má sjá úrslit úr göngu dagsins án forskotsins. Öll úrslit má sjá hér.

Rank Bib FIS Code NameYear Nation Time   Behind  FIS Points Time (Rk.)  FIS Points
 1  1  3422819 KLAEBO Johannes Hoesflot  1996  NOR   36:23.2     36:23.2 (51)  52.97
 2  10  3420228 SUNDBY Martin Johnsrud  1984  NOR   36:23.6  +0.4  35:18.0 (9)  15.55
 3  2  3482277 BOLSHUNOV Alexander  1996  RUS   36:24.2  +1.0  35:45.9 (29)  31.57
 4  12  3100110 HARVEY Alex  1988  CAN   36:24.8  +1.6  35:02.0 (5)  6.37
 5  11  3482119 CHERVOTKIN Alexey  1995  RUS   36:29.4  +6.2  35:15.6 (8)  14.18
 6  5  3180535 NISKANEN Iivo  1992  FIN   36:30.4  +7.2  35:40.9 (18)  28.70
 7  6  3420994 TOENSETH Didrik  1991  NOR   36:31.3  +8.1  35:33.8 (11)  24.62
 8  18  3190111 MANIFICAT Maurice  1986  FRA   36:31.4  +8.2  34:50.9 (1)  0.00
 9  14  3420586 HOLUND Hans Christer  1989  NOR   36:31.4  +8.2  34:58.4 (3)  4.30
 10  4  3500664 HALFVARSSON Calle  1989  SWE   36:33.9  +10.7  35:46.1 (30)  31.68
 11  8  3670007 POLTORANIN Alexey  1987  KAZ   36:35.1  +11.9  35:36.9 (14)  26.40
 12  9  3481161 BELOV Evgeniy  1990  RUS   36:40.2  +17.0  35:34.6 (12)  25.08
 13  19  3420961 KROGH Finn Haagen  1990  NOR   36:45.2  +22.0  35:02.6 (6)  6.71
 14  22  3180053 HEIKKINEN Matti  1983  FIN   36:46.3  +23.1  34:56.3 (2)  3.10
 15  7  3421320 IVERSEN Emil  1991  NOR   36:55.3  +32.1  35:57.2 (33)  38.05
 16  25  3421779 KRUEGER Simen Hegstad  1993  NOR   36:56.8  +33.6  35:03.8 (7)  7.40
 17  26  3510023 COLOGNA Dario  1986  SUI   36:57.4  +34.2  34:59.6 (4)  4.99
 18  3  3420909 GOLBERG Paal  1990  NOR   37:02.8  +39.6  36:18.7 (46)  50.39
 19  13  3500139 HELLNER Marcus  1985  SWE   37:14.3  +51.1  35:42.6 (24)  29.67
 20  15  3480013 VYLEGZHANIN Maxim  1982  RUS   37:16.0  +52.8  35:40.2 (17)  28.29
 21  21  3290326 PELLEGRINO Federico  1990  ITA   37:20.4  +57.2  35:32.2 (10)  23.70
 22  16  3480695 BESSMERTNYKH Alexander  1986  RUS   37:21.2  +58.0  35:43.9 (26)  30.42
 23  17  3481539 USTIUGOV Sergey  1992  RUS   37:24.1  +1:00.9  35:45.2 (28)  31.16
 24  20  3510342 BAUMANN Jonas  1990  SUI   37:24.5  +1:01.3  35:36.8 (13)  26.34
 25  27  3481132 LARKOV Andrey  1989  RUS   38:06.0  +1:42.8  36:07.4 (36)  43.90
 26  23  3530511 BJORNSEN Erik  1991  USA   38:06.8  +1:43.6  36:15.9 (43)  48.78
 27  29  3250038 EINARSSON Snorri Eythor  1986  ISL   38:09.4  +1:46.2  36:07.6 (37)  44.02