Fossavatnsgangan - Úrslit

Mynd: Fossavatnsgangan/Hólmfríður Vala
Mynd: Fossavatnsgangan/Hólmfríður Vala

Um helgina fór fram hin árlega Fossavatnsganga á Ísafirði. Þar er keppt í 5 km, 12,5 km, 25 km auk hápunkti helgarinnar, 50 km skíðagöngu. Mótið er hluti af alþjóðlegu Worldloppet mótaröðinni auk þess að vera hluti af Íslandsgöngu mótaröðinni hérna heima. Veður og færi var sérlega gott og gekk keppnin vel að öllu leyti.

Laugardagur 28. apríl - 50 km

Konur
1.sæti Maria Grafnings - SWE
2.sæti Anouk Faivre Picon - FRA
3.særi Selina Gasparin - CHE

Karlar
1.sæti Ilya Chernousov - RUS
2.sæti Alexander Panxhinskiy - RUS
3.sæti Snorri Eyþór Einarsson - ISL

Öll úrslit úr öllum flokkum má nálgast hér. Nánari upplýsingar um Fossavatsngönguna er hægt að finna á heimasíðu mótsins.

Fossavatnsgangan var síðasta mótið í Íslandsgöngu mótaröðinni. Úrslit allra móta í mótaröðinni auk heildarstiga má nálgast hér.