Flott mót hjá Andreu og Hólmfríði í Svíþjóð

Andrea, Katla og Hólmfríður
Andrea, Katla og Hólmfríður

Í gær og í dag fóru fram tvö svigmót í Duved, Svíþjóð. Fjórir íslenskir keppendur voru meðal þátttakenda og eru þau öll í B-landsliðinu í alpagreinum. Þær Andrea Björk Birkisdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir gerðu báðar fín mót.

Næstu daga munu þau æfa á svæðinu og er það hluti af undirbúningi fyrir HM í alpagreinum sem fer fram á svæðinu í febrúar.

5.jan - Svig
20.sæti - Andrea Björk Birkisdóttir 54.44 FIS stig
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir luku ekki keppni.

Gísli Rafn Guðmundsson lauk ekki keppni.

6.jan - Svig
19.sæti - Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 62.24 FIS stig
Andrea Björk Birkisdóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir luku ekki keppni.

Gísli Rafn Guðmundsson lauk ekki keppni.

Öll úrslit má sjá hér.