FIS æfingabúðir í skíðagöngu - Seinni hluti

Hópurinn sem var í æfingabúðunum
Hópurinn sem var í æfingabúðunum

Undanfarna daga hafa FIS æfingabúðir fyrir skíðagöngufólk farið fram á Ítalíu. Um er að ræða seinni æfingabúðirnar en á hverju hausti býður FIS minni þjóðum að koma í þessar æfingabúðir, fyrri er í september og sú seinni í desember. FIS býður tveimur iðkendum sem eru 20 ára og yngri ásamt þjálfara frá hverju landi. Æfingabúðirnar fara fram í Val di Fiemme en þar eru frábærar aðstæður til æfinga. Um 15 þjóðir taka þátt en æfingabúðirnar stóðu yfir frá 9.-19.desember. Þjálfarar frá FIS sáu um æfingarnar en allar þjóðir þurftu einnig að senda þjálfara með og er það hugsað sem námskeið fyrir þjálfarana í leiðinni.

Fyrri hlutinn sem fer fram í september er ekki á snjó og því mikið lagt uppúr æfingum á hjólaskíðum auk styrktaræfinga. Seinni hlutinn er hins vegar á snjó og mikið lagt uppúr æfinum til að bæta tækni og hraða. Aðstæður í Val di Fiemme hafa verið gríðarlega góðar, bæði snjóalög og veður hefur verið frábært á meðan æfingabúðirnar stóðu yfir. Styrktaræfingahlutinn er hinsvegar alltaf til staðar en hann er auðvitað gríðarlega mikilvægur þegar kemur að allri íþróttaiðkun. Á hverju kvöldi eru svo þjálfarafundir þar sem farið er yfir daginn og prógram morgundagsins.

Þátttakendur frá Íslandi:
Arnar Ólafsson - Iðkandi (SKA)
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - Iðkandi (SFÍ)
Tormod Vatten - Þjálfari (SFÍ)

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunum.