Fín sprettganga hjá Snorra í Falun

Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus

Í dag fór fram sprettganga í heimsbikarnum í Falun, Svíþjóð. Snorri Einarsson var meðal keppenda í sprettgöngunni og endaði í 58.sæti. Alls voru 65 keppendur skráðir til leiks og hafði Snorri rásnúmer 64 og náði því að vinna sig upp um nokkur sæti miðað við rásnúmer.

Fyrir mótið fékk Snorri 119.94 FIS stig en á heimslista er hann með 115.84 FIS stig. Sprettganga er ekki sérgreinin hans Snorra og því um fínustu úrslit að ræða.

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram 15 km ganga með frjálsri aðferð sem hentar Snorra vel. Snorri hefur leik snemma á morgun en hann hefur leik fimmti í rásröðinni af alls 69 keppendum. Hefst keppnin kl. 13:30 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með á sjónvarpsstöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT. Ráslistann má sjá hér.