EYOF 2019 - Úrslit síðustu tveggja daga

Þjálfarar í alpagreinum ásamt Guðfinnu
Þjálfarar í alpagreinum ásamt Guðfinnu

Áfram heldur keppni á EYOF sem fer fram í Sarajevó í Bosníu. Allar greinar hafa keppt á undanförnum tveimur dögum. Keppt var í stórsvigi, sprettgöngu og risa stökki (big air). Helst má nefna 4.sætið hjá Baldri Vilhelmssyni á snjóbrettunum en líklega er þetta besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á vetrarleikum EYOF.

Alpagreinar - Stórsvig stúlkna 13.feb
49.sæti - Guðfinna Eir Þorleifsdóttir 152.49 FIS stig

Alpagreinar - Stórsvig drengja 14.feb
58.sæti - Aron Máni Sverrisson
Andri Gunnar Axelsson lauk ekki seinni ferð.

Öll úrslit úr alpagreinum má sjá hér.

Skíðaganga - 1,4 km hefðbundin aðferð 14.feb
Stúlkur
60.sæti - Kolfinna Íris Rúnarsdóttir
65.sæti - Fanney Rún Stefánsdóttir

Drengir
69.sæti - Egill Bjarni Gíslason
74.sæti - Jakob Daníelsson

Öll úrslit úr skíðagöngu má sjá hér.

Snjóbretti - Big Air 14.feb
4.sæti - Baldur Vilhelmsson
29.sæti - Bjarki Arnarsson
30.sæti - Birkir Þór Arason
43.sæti - Kolbeinn Þór Finnsson

Öll úrslit frá snjóbrettum má sjá hér.