Erindi um kynfeðislegt áreiti og ofbeldi á þjálfarafundi AGN #metoo

Þórarinn Alvar Þórinsson, verkefnastjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, flytur erindið
Þórarinn Alvar Þórinsson, verkefnastjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, flytur erindið

Alpagreinanefnd SKÍ stóð fyrir þjálfarafundi á sunnudaginn síðast liðinn. Um er að ræða árlegan fund þar sem þjálfarar frá öllu landinu geta komið saman, rætt ákveðin mál, hlustað á fyrirlestra og farið yfir málin saman. Fundur í þessari mynd var í fyrsta skipti haldinn haustið 2017 og finnst SKÍ hann reynast vel.

Fundurinn í ár var tvíþættur, annars vegar var erindi frá ÍSÍ um kynferðislegt áreiti og ofbeldi tengt þjálfarahlutverkinu og hins vegar var málstofa með ákveðnum umræðupunktum. 

Þórarinn Alvar Þórarinsson, verkefnastjóri á þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ, var með erindi um kynferðislegt áreiti og ofbeldi tengt þjálfarahlutverkinu. Þetta er mikilvægt málefni sem þarf að kynna vel fyrir okkar þjálfurum. Þórarinn Alvar fór vítt og breytt yfir fræðslu tengt málefninu ásamt því að leggja dæmi fyrir þátttakendur fundarins sem þau þurftu að leysa. ÍSÍ á mikið af efni tengt málefninu og má nálgast það allt hér. Hvetjum við öll aðildarfélög SKÍ til að kynna sér efnið vel.

Seinni hlutinn af fundinum var málstofa þar sem ýmis mál voru rædd. Alpagreinanefnd var búin að gefa út nokkra umræðu punkta en svo var hægt að ræða annað undir önnur mál.

  • Starfsemi AGN
  • Styrktarþjálfun skíðamanna og skíði sem heilsársíþrótt
  • Nýtt FIS punktakerfi
  • Framtíð landsliðsmála
  • Stubbamót á Íslandi
  • Önnur mál