Elsa Guðrún og Dagur sigursæl á Ísafirði

Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu fór fram á Ísafirði um helgina. Í fullorðinsflokki var mótið keyrt sem alþjóðlegt FIS mót og voru keppendur frá fjórum erlendum þjóðum þátttakendur auk íslensku keppendana. Auk fullorðinsflokks kepptu 15-16 ára iðkendur á bikarmótinu.

Elsa Guðrún Jónsdóttir og Dagur Benediktsson voru sigursæl um helgina en þau unnu bæði þrefalt í fullorðinsflokki.

Mikið líf og fjör var um helgina en mótshaldari hélt einnig Hótelmótið á laugardeginum þar sem yngri kynslóðin fékk einnig að spreyta sig. Skemmtilegt myndband frá helginni má sjá neðst í fréttinni.

Föstudagur 19.jan - Sprettganga

Kvennaflokkur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir
3. Hildur Karen Jónsdóttir

Karlaflokkur
1. Dagur Benediktsson
2. Sigurður Arnar Hannesson
3. Pétur Tryggvi Pétursson

15-16 ára stúlkur
1. Linda Rós Hannesdóttir

15-16 ára drengir
1. Hilmar Tryggvi Kristjánsson
2. Einar Árni Gíslason
3. Ólafur Pétur Eyþórsson

Laugardagur 20.jan - Ganga með frjálsri aðferð

Kvennaflokkur - 5 km
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Fanney Rún Stefánsdóttir
3. Veronika Lagun

Karlaflokkur - 10 km
1. Dagur Benediktsson
2. Pétur Tryggvi Pétursson
3. Arnar Ólafsson

15-16 ára stúlkur - 5 km
1. Linda Rós Hannesdóttir
2. Una Salvör Gunnarsdóttir
3. Svava Rún Steingrímsdóttir

15-16 ára drengir - 5 km
1. Hilmar Tryggvi Kristjánsson
2. Einar Árni Gíslason
3. Ólafur Pétur Eyþórsson

Sunnudagur 21.jan - Ganga með hefðbundinni aðferð

Kvennaflokkur - 10 km
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Fanney Rún Stefánsdóttir
3. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Karlaflokkur - 15 km
1. Dagur Benediktsson
2. Sigurður Arnar Hannesson
3. Pétur Tryggvi Pétursson

15-16 ára stúlkur - 5 km
1. Linda Rós Hannesdóttir
2. Una Salvör Gunnarsdóttir
3. Svava Rún Steingrímsdóttir

15-16 ára drengir - 5 km
1. Einar Árni Gíslason
2. Ólafur Pétur Eyþórsson
3. Hilmar Tryggvi Kristjánsson

Öll FIS úrslit í fullorðinsflokki má sjá hér. Úrslit fyrir 15-16 ára má svo sjá hér.

Hótel Iso4FIS from hlxprotv on Vimeo.