Einar Rafn áfram landsliðsþjálfari á snjóbrettum

Einar Rafn Stefánsson í æfingaferð í Austurríki síðasta haust
Einar Rafn Stefánsson í æfingaferð í Austurríki síðasta haust

Skíðasamband Íslands hefur gengið frá nýjum samningi við Einar Rafn Stefánsson, landsliðsþjálfara á snjóbrettum. Einar Rafn hóf störf í maí 2017 og var samningurinn til eins árs með möguleika á framlengingu. Bæði SKÍ og Einar Rafn vildu halda samstarfinu áfram enda hefur það gengið virkilega vel.

Einar Rafn mun hafa yfirumsjón með þjálfun landsliða á snjóbrettum næsta vetur. Farið verður í fjölbreytt verkefni og stefnan er sett á fyrstu þátttöku snjóbrettakeppenda á HM.